Hvernig á að skera brúðartertur?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er ekki sama hvernig brúðartertan er skorin. Kynntu þér hvernig er best að gera það.Það er flestum brúðhjónum mikilvægt að brúðkaupsdagurinn heppnist fullkomlega og því er eðlilegt að velta vöngum yfir ótrúlegustu hlutum. Algengar spurningar varðandi brúðkaupsdaginn eru á borð við; á maður að hafa neyðartösku, hvað gerum við ef veðrið er ekki gott, viljum við formlegt eða frjálslegt og svo framvegis.

En þar sem spurningar brúðhjóna varðandi brúðkaupsdaginn varða allt frá skóm brúðgumans upp í kökuskraut er ekki vegi úr að við svörum allavega einni spurningu sem við fáum oft hjá Tertugalleríinu – hvernig á að skera brúðkaupstertuna?

Spurningarnar sem brúðhjónin hafa fyrir brúðkaupsdaginn eru fjölmargar en ein þeirra ratar oft til okkar hjá Tertugalleríinu – og það er spurningin; hvernig er best að skera brúðkaupstertuna?

Það kann að hljóma undarlega en þetta getur skipt máli. Það er auðvitað ekki gaman að vera með glæsilega brúðkaupstertu og eiga svo í vandræðum með að skera hana snyrtilega.

Þar að auki er þetta ein af hefðum dagsins. Brúðhjónin skera fyrstu sneiðina saman og þá eru allra augu á brúðhjónunum og.... já það getur bara verið ansi stressandi.

Byrjið á að velja tertuhníf eða tertuspaða sem þið ætlið að eiga til minja eða notið ættargrip ef slíkur er til staðar. Það eykur á hátíðleika athafnarinnar.

Veltið því svo fyrir ykkur hve mikið þið viljið gera úr því að skera fyrstu sneiðina. Sumir eru meira fyrir uppákomur en aðrir og það skiptir auðvitað máli. Stundum vilja brúðhjónin gefa hvort öðru fyrsta bitann af kökunni og stundum vilja þau bara setjast og njóta kökunnar.

Þetta þarf að ræða fyrirfram svo vandræðalegar uppákomur hljótist ekki af.

Oftast er brúðkaupstertan skorin að loknum mat og þegar brúðhjónin eru reiðubúin að fá sér eftirrétt. Hér er reyndar gott að hafa í huga að ef brúðkaupstertan er vegleg þá er engin þörf á eftirrétti.

Þá erum við kominn að aðgerðinni sjálfri! Brúðurin heldur á tertuhnífnum og brúðguminn setur hægri hendi sína yfir brúðarinnar. Svo skera brúðhjónin fallegt „V“ í miðja tertuna. Hafið sneiðina fyrst og fremst fallega og leyfið frekar afganginum ef hún er of stór.

Munið að það að skera tertuna saman táknar líf brúðhjónanna saman.

Það er einnig mikilvægt að muna eftir því að skera sneiðar handa foreldrum brúðhjónanna. Þannig gefst gott tækifæri til þess að njóta stundarinnar með foreldrum, sem er þeim einnig hjartfólgin.

Þannig er það nú. Við getum auðvitað veitt ráðgjöf um margt fleira sem viðkemur brúðkaupstertum enda erum við sérfræðingar í bakstri á þeim. Munið bara að panta brúðkaupsterturnar í tæka tíð!


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →