Veislur í vinnunni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ánægja í starfi eru mikilvæg lífsgæði þar sem erfið verkefni verða mun auðveldari með góðum starfsanda. Allir elska góðan mat og er því tilvalið að gera vel við samstarfsfélagana og bjóða uppá ljúffengar veitingar þegar tækifæri gefst.
Afmæli er hin fullkomna ástæða til þess að gæða sér á ljúffengum tertum en svo vill heppilega til að við hjá Tertugallerí bjóðum uppá mikið úrval af glæsilegum afmælistertum, marengsbombum og súkkulaðikökum. Við bjóðum einnig upp á sérstaka fyrirtækjatertu með texta og mynd sem hentar fullkomlega fyrir tilefni fyrirtækisins en tertuna má finna hér.
Morgunkaffi er skemmtileg og sniðug leið til að viðhalda góðum starfsanda. Við það tækifæri er tilvalið að panta smurbrauðið okkar sem er að dönskum hætti eða sígildu brauðterturnar sem slá alltaf rækilega í gegn. Rúsínan í pylsuendanum væri að sjálfsögðu sætur endir en þá er epla-, gulróta-, eða hin sígilda ameríska súkkulaðiterta tilvalin í það verkefni.
Kokteil-, og tapas snitturnar okkar eru tilvaldar fyrir kokteilboðin eða vinnustaðagleðina en þar geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Bollakökurnar okkar eru einnig tilvaldar í slík tilefni en hjá okkur er hægt að fá bollakökur með hefðbundnu kremi og jafnvel með mynd að eigin vali. Kransaskálin okkar með ferskum berjum er einstaklega glæsileg og ekki skemmir fyrir hve ljúffeng kransablómin eru. Skoðaðu úrvalið okkar af kökum, tertum, marengsbombum og ýmsu fleira hér.

Pantaðu tímanlega
Allar terturnar frá Tertugallerí eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst.er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðsasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →