Bleikar tertur og kökur

Bleikar tertur og kökur  hjá Tertugalleríinu eru eins ljúffengar eins og þær eru glæsilegar. Hægt er að prenta myndir á terturnar og setja texta að eigin vali. Tilvalið fyrir fyrirtæki sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum og starfsfólki í bleikt kaffiboð. Hægt er að panta terturnar allan ársins hring. Eftirspurn er líka eftir tertum sem þessum hjá þeim einstaklingum sem vilja bjóða upp á bleikt tertuboð. Bleiku terturnar okkar hjá Tertugalleríinu eru vinsælar í steypiboðum þar sem þungun eða barnsfæðingu er fagnað.

Skoðaðu úrvalið og pantaðu þína bleiku tertu. Hafðu í huga að gæði andlitsmynda á marsípani eru ekki þau sömu og myndir sem prentaðar eru á ljósmyndapappír. Marsipanið er gróft og ljóst að lit og því verða myndir alltaf grófari og liturinn ögn daufari en myndin sem þú sendir okkur til að setja á tertuna þína.