Bjóddu upp á tertu í útskriftinni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Margir standa í undirbúningi fyrir útskriftarveislur úr háskólum landsins um þessar mundir. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og um að gera að skipuleggja sig svolítið. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á mikið úrval af tertum fyrir útskriftina.

Þau eru stór tímamótin hjá mörgum þegar þeir útskrifast úr háskóla. Lífið er framundan. Sumir fara beint út á vinnumarkaðinn en aðrir í framhaldsnám.

Eitt af því sem nemendur læra í háskólum landsins er skipulagning. Þeir læra að skipuleggja námið, hvenær þeir ætla að útskrifast og hvernig framtíðin verður í grófum dráttum.

Sjaldan er betri ástæða til að fagna einhverjum áfanga í lífinu en þegar námsmaður hefur fengið prófskírteinið í hendur, boða til veislu og bjóða bæði vinum og vandamönnum.

Við undirbúning veislunnar er gott að búa að lærdóminum úr háskólanáminu, skoða hvaða tertur eru í boði og panta veisluföngin með fyrirvara.

Margir halda í hefðina og bjóða upp á kransakökur í veislum sínum. Við hjá Tertugalleríinu bökum bæði venjulegar kransakökur og kransakörfu sem hentar í minni veislur og reyndar líka við ýmis tækifæri. Það er fyrirtak að bæta kransablómi við í veisluna fyrir gesti til að narta í. Þær eru líka vinsælar hjá okkur myndaterturnar en á þær er hægt að skrifa fallegan texta í tilefni dagsins.

Við hjá Tertugalleríinu léttum þér lífið við undirbúning veislunnar. Skoðaðu úrvalið hér á nýju vefsíðunni okkar og sjáðu hvað er í boði svo veislan verði sem best. Mundu að þú getur pantað beint hér á vefnum.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →