Fréttir — kleinur

Ekki gleyma nestinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á Íslandi eru fjölmargir virkir fjalla- og gönguhópar þar sem útivera, gleði og skemmtilegur félagsskapur er sameiginlegt áhugamál þeirra sem þá stunda. Þeir snúast yfirleitt um reglulegar göngur, heilsueflingu og góða samveru og hópurinn er yfirleitt breiður og fjölbreyttur. Hóparnir geta ýmist verið að taka léttar göngutúra eða farið í lengri gönguferðir út fyrir borgarmörkin eða jafnvel upp á hæstu tinda. Það sem virðist skipta mestu máli er að fólk komi og taki þátt í félagsskapnum. Raunin virðist vera sú að einstaklingar finna sér hóp sem henta sínum þörfum og þegar rétti hópurinn er fundinn virðist oft vera erfitt að...

Lestu meira →

Erfidrykkjur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er fallegur siður að minnast vina og ættingja sem fallið hafa frá með erfidrykkju eftir að ástvinurinn hefur verið kvaddur. Í huga margra er erfidrykkjan mikilvægur hluti af kveðjuathöfninni því þar kemur fólk saman til að minnast hins látna og votta hvert öðru samúð. Þau sem hafa séð að baki fjölskyldumeðlimum eða nánum vinum þekkja sorgina sem fylgir því að kveðja nákominn ástvin og  þekkja jafnframt líka umstangið sem getur fylgt því að fylgja þeim síðasta spölinn. Eitt af því sem tekur tíma við undirbúning útfarar er skipulagning erfidrykkju og það getur verið erfitt að velja veitingar í erfidrykkjuna....

Lestu meira →

Pantaðu ljúffeng smástykki fyrir lautarferðina

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sumarið er tími lautarferðarinnar. Þegar vinir og vandamenn koma saman og njóta samvistar í fallegri íslenskri náttúru. Lautarferð er með því skemmtilegra sem hægt er að gera að sumri til, hvort sem þú ert í útilegu, sumarbústaðnum eða í fjallgöngunni er gaman að finna góðan og fallegan stað til að setjast niður og borða góðar veitingar. Við hjá Tertugalleríinu vitum líka að þetta þarf ekki að vera flókið, sérstaklega á sumrin þegar viðrar vel og fæstir vilja þá ekki eyða miklum tíma í eldhúsinu. Ef þig langar að slá í gegn og koma með ljúffengar og sætar veitingar í lautarferðina,...

Lestu meira →

Fermingarveisla - Hversu mikið magn á að panta?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Líkt og kom fram í okkar fyrstu fermingarfærslu á þessu ári þá vitum við hjá Tertugalleríinu að það getur verið krefjandi að halda fermingu, enda í mörg horn að líta og gott er að viðhafa skipulag. Við viljum halda áfram að leiðbeina ykkur í undirbúningnum til að auðvelda ykkur fyrirhöfnina á fermingardaginn. Að þessu sinni tökum við til umfjöllunar áætlað magn fyrir veitingar í veislum, því það getur oft verið vandasamt að áætla hversu mikið magn skal panta. Við gerum ráð fyrir því annars vegar að fæstir vilja lenda í því að hafa ekki nóg af veitingum á veisluborðinu og...

Lestu meira →

Ekki fara í kleinu - eigðu kleinur!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við könnumst sum við orðatiltækið að fara í kleinu sem oft er notað þegar einhver vandræðaleg uppákoma verður, t.d. eins og ef maður á ekkert með kaffinu þegar góða gesti ber að garði.

Lestu meira →