Fréttir — veitingar

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu viljum alltaf bjóða upp á ferskar og bragðgóðar vörur á veisluborðið þitt þannig að þú og gestir þínir fáið að upplifa okkar bestu gæði. Við leggjum því þunga áherslu á að tertur, eins og ferskar matvörur, eru bestar þegar þær eru nýjar – semsagt alveg nýbakaðar. Allar tertur Tertugallerísins eru ferskvörur sem þýðir að þær eru bakaðar sama dag og afhending fer fram, svo þeirra megi njóta þegar þær eru ferskastar og með mestu gæðin fyrir bragðlaukana. Þetta á líka við um brauðterturnar og aðrar brauðvörur frá Tertugalleríinu, því staðreyndin er sú að ferskt brauð í brauðtertum...

Lestu meira →

Fermingarveisla - Hversu mikið magn á að panta?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Líkt og kom fram í okkar fyrstu fermingarfærslu á þessu ári þá vitum við hjá Tertugalleríinu að það getur verið krefjandi að halda fermingu, enda í mörg horn að líta og gott er að viðhafa skipulag. Við viljum halda áfram að leiðbeina ykkur í undirbúningnum til að auðvelda ykkur fyrirhöfnina á fermingardaginn. Að þessu sinni tökum við til umfjöllunar áætlað magn fyrir veitingar í veislum, því það getur oft verið vandasamt að áætla hversu mikið magn skal panta. Við gerum ráð fyrir því annars vegar að fæstir vilja lenda í því að hafa ekki nóg af veitingum á veisluborðinu og...

Lestu meira →

Fermingarnar eru handan við hornið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú þegar janúar er að líða undir lok styttist í að fermingartímabilið hefjist. Hvort sem fermingarbarnið á heimilinu fermist í kirkju, borgaralega eða tekur siðmálum er alltaf um að ræða mikilvæg tímamót í lífi þess og fjölskyldunnar, þar sem tíðkast að slá upp veislu til að fagna með þeim sem standa fermingarbarninu nær. Það er líka þörf að ræða tímabilið sem einkennir aðdragandann að fermingunni, sem getur valdið auka álagi. Að okkar mati er mikilvægt að hefja undirbúning tímanlega. Því meiri tími sem lagður er í undirbúninginn því betra verður skipulagið. Við vitum líka að það er alltaf gott að...

Lestu meira →

Fáðu alla með í vorhreingerninguna með góðum veitingum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Mars er genginn í garð og með honum hlýrra veður, leysingar og fleiri birtustundir. Það er akkúrat þá sem við tökum eftir því að við þurfum að fara í vorhreingerningu því birtan dregur fram rykið á mublum og ruslið sem læðist undan sjónum utandyra. Víða um heim, þar sem árstíðirnar eru fleiri en bara vetur og vor, tíðkast að nota þennan tíma árs til að skipta út vetrarfötunum í fataskápnum fyrir sumarfötin. Þótt við Íslendingar þurfum yfirleitt ekki mikið að pæla í þessu þar sem við getum nýtt vetrarfötin allt árið um kring þá er tilvalið að fara yfir fataskápinn...

Lestu meira →

Fáðu veitingarnar fyrir giftinguna hjá Tertugallerí!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á að láta gefa sig saman í vor? Hjónavígsla er án efa einn stærsti dagur í lífi allra para. Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman veitingar sem eru fullkomnar fyrir stóra daginn. Skoðið úrvalið af fallegum tertum og öðru gómsætu fyrir giftingarveisluna. Pantið tímanlega og njótið dagana fyrir stóra daginn ykkar.  Terturnar eru allar gerðar úr súkkulaðitertubotn með unaðslegri súkkulaðimousse fyllingu, hjúpuð með hvítum sykurmassa og að lokum skreytt með sykurblómum, ferskum berjum og súkkulaðivindlum. Makkarónurnar eru einstaklega fallegar með. Gullfallega kransaskálin og kransakarfan okkar slá alltaf rækilega í gegn en þær eru tilvaldar með aðal kökunni sjálfri eða með léttum veitingum og fordrykk. Tapas og...

Lestu meira →