Fréttir

Ævintýralega góðar makkarónukökur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ævintýralega góðar makkarónur fyrir öll tækifæri og gleðistundir Fáir vita að uppruna makkarónukökunnar má rekja aftur til 8. aldar og að upprunaland hennar er Ítalía. Það var einka-konditor drottningarnarinnar Catherine de Medici, sem kom þeim fyrir sjónir Frakka á endurreisnartímanum, á ferðalagi drottningarinnar. Í dag eru makkarónurnar eitt af þjóðartáknum Frakklands og eru vinsælar um allan heim, þar er Ísland engin undantekning. Hjá Tertugalleríinu getur þú pantað ljúffengar og fallegar makkarónur sem eru tilvaldar fyrir þitt einstaka tilefni og gleðistundir. Makkarónurnar koma 35 stykki saman á bakka og eru með sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- og ástaraldinbragði.  Við...

Lestu meira →

Fermingarnar eru handan við hornið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú þegar janúar er að líða undir lok styttist í að fermingartímabilið hefjist. Hvort sem fermingarbarnið á heimilinu fermist í kirkju, borgaralega eða tekur siðmálum er alltaf um að ræða mikilvæg tímamót í lífi þess og fjölskyldunnar, þar sem tíðkast að slá upp veislu til að fagna með þeim sem standa fermingarbarninu nær. Það er líka þörf að ræða tímabilið sem einkennir aðdragandann að fermingunni, sem getur valdið auka álagi. Að okkar mati er mikilvægt að hefja undirbúning tímanlega. Því meiri tími sem lagður er í undirbúninginn því betra verður skipulagið. Við vitum líka að það er alltaf gott að...

Lestu meira →

"Baby Shower" eða Steypiboð? Tertan fæst allavega hér!

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Það færist í aukana að íslenskar mæður haldi það sem á ensku kallast "baby shower" en á Íslandi hefur ekki tekist vel að finna góða þýðingu á þennan skemmtilega viðburð sem snýst um að fagna því að barn sé á leiðinni. Þau orð sem helst hafa verið nefnd til sögunnar á Íslandi eru Steypiboð, Barnasturta og Barnafögnuður. Þau hafa hinsvegar ekki fest sig almennilega í sessi. Hafir þú góða ábendingu þá erum við tilbúin að leggja þér lið með því að taka hana til notkunar hér hjá okkur. Þar sem Tertugalleríið á vinsælar tertur fyrir steypiboð, eins og við höfum...

Lestu meira →

Áfram Ísland - Áfram súkkulaðiterta

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er ekki hægt að neita því að andrúmsloftið í samfélaginu sé skemmtilega spennuþrungið um þessar stundir. HM veislur eru að finna á mörgum heimilum sem og vinnustöðum, og umræðan í samfélaginu snýst að miklu leyti um frammistöðu A-landslið karla í handknattleik. Það er sami stemmari hjá Tertugalleríinu og viljum við því mæla með skotheldri leið til að koma þínum gestum skemmtilega á óvart með bragðgóðri súkkulaðitertu með íslenska fánanum. Þú getur fengið súkkulaðitertuna sem 15 manna, 30 manna eða 60 manna. Við bjóðum einnig upp á bollakökur með íslenska fánanum sem svíkur engan, frekar en súkkulaðitertan okkar. Hugum að...

Lestu meira →

Nýtt útlit á vinsælu brauðtertunum!

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Tertugalleríið hefur fyrir löngu slegið í gegn með sínu góða úrvali af tertum af öllu tagi. Á sama tíma og Tertugalleríið byrjaði að bjóða upp á brauðtertur átti sér mikill vöxtur í vinsældum brauðtertanna á Íslandi. Upp spruttu Facebook hópar um brauðtertur eins og Brauðtertufélag Erlu og Erlu sem hefur notið mikilla vinsælda enda sýnir fólk mikið listfengi þar í hönnun sinni. Elsta auglýsing sem við höfum fundið fyrir brauðtertur er síðan í nóvember 1959 í Morgunblaðinu en þar má sjá Brauðborg á Frakkastíg 14 auglýsa Cocktailsnittur, Kanapin og brauðtertur. Það er því ljóst að brauðtertuhefðin er orðin vel gróin...

Lestu meira →