Já, nú minnir svo ótal margt á jólin!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú styttist heldur betur í jólin með öllu því frábæra skrauti sem þeim fylgja. Í gegnum tíðina hafa aðal jólalitirnir verið rauður, grænn og hvítur en því verður ekki neitað að aðventan er fjólublá. Margir hafa velt fyrir sér hvernig standi á því.

Liturinn fjólublár á sér langa sögu en sagt er að notkun orðsins má rekja til 900 e.Kr. en notkun litsins má rekja allt aftur til tímabilsins 16.000 - 25.000 fyrir Krist. Fjólublár hefur verið notaður um allan heim en var dýr í framleiðslu og því talinn konunglegur, trúarlegur, töfrandi og framandi. Liturinn er einstakur en mismundi fjólublá litbrigði eru t.a.m. fengnir úr sjávarsniglum. Samkvæmt Þjóðkirkjunni er hinn fjólublái litur róandi og kyrr. Liturinn er sagður hvetja til íhugunar, innri skoðunar og umhyggju.

Fyrir fyrstu í aðventu er dásamlegt að bera fram súkkulaðitertu með mynd af fjölskyldunni fyrir aðventuna eða bollakökur með mynd að eigin vali en 8 stykki bollakökur koma í einum kassa. Fallegar litríkar makkarónur og litla kransbita er eintaklega hátíðarlegt.

Þegar þú pantar bollakökurnar eða súkkulaðitertuna færðu val um að hlaða niður myndina þína til að láta prenta á marsípanmassa. Mynd af fallegu kerti er tilvalið á bollakökurnar sem tilvísun í aðventuna.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →