Fréttir — brauðtertur

Pantaðu klassíska brauðtertu fyrir síðasta dag aðventunnar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Næsta sunnudag, 20. desember, munu flestir kveikja á Englakertinu, síðasta aðventukertið. Aðventan er tímabil samveru, tilhlökkunar og gleði, þar sem kertaljós lýsa upp myrkt skammdegið. Ljósið er tákn jólanna. Við hjá Tertugalleríinu erum með fallegar og guðdómlegar brauðtertur fyrir síðasta dag aðventunnar. Fallegar og ljúffengar brauðtertur gleðja alltaf og klárast alltaf. Ef það eru afangar gerist það oft að sumir í fjölskyldunni narta allt kvöldið undir góðu spili eða jólaföndri. Alveg eins og það á að vera! Innileg samvera, gleði og notalegheit heima með gómsætri brauðtertu á disk. Gleðilega hátíð.

Lestu meira →

Við fögnum afmæli Reykjavíkur 2020 í garðinum heima

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við fögnum afmæli Reykjavíkur í garðinum heima með veitingum frá Tertugallerí. Við erum auðvitað tilbúin með það sem þarf til að gera afmælisveislu í garðinum heima eða inni ógleymanlega. Það er af nógu að velja – úrvalið er mikið. Algengt er að fólk bjóði gestum og gangandi á tónleika í garðinn sinn eða inn til sín á menningarnótt. Úr því að afmælishátiðin verður ekki eins og til stóð fögnum við í garðinum heima. Bjóddu upp á eitthvað bragðgott og gómsætt frá okkur. Farðu yfir úrvalið og pantaðu það sem hugurinn girnist. Fátt er vinsælla í slíkar veislur en brauðtertur en...

Lestu meira →

Veldu kræsileg og litrík smástykki á veisluborðið þitt

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Rifjaðu upp þegar þú varst lítil telpa eða lítill gutti í fermingarveislum. Þú hafði lítinn áhuga á ömmu gömlu eða frændanum úr sveitinni. Það eina sem þér fannst skemmtilegast var að fela þig undir veisluborðinu með hvíta langa einlita satín dúknum sem strauk gólfteppið mjúklega og faldi þig einstaklega vel. Þú ert uppi með þér með öll gómsætu smástykkin sem þú gast snarað á lítinn disk án þess að láta sjá þig. Þú varst kominn í annan heim og naust þess að bragða á gotterínu á litla disknum. Hreinasta hnossgæti sem það var og góðar minningar. Nú er hægt að...

Lestu meira →