Fréttir — frönsk súkkulaðiterta

Komdu fólkinu þínu óvart með tertu í bústaðnum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú er hásumar og allt orðið grænt í kringum okkur. Sólin skín sem aldrei fyrr og færir okkur gleði í hjarta. Að þessu sögðu þá höfum við heyrt af því að fólk hafi glatt gesti og gangandi með tertu eða tertum frá okkur í sumarbústaðnum. Það gleður okkur mjög að terturnar hafa glatt fólk í sumarfríinu og vonum að þær gleðja fólk áfram í sumar. Viltu deila með okkur þinni gleðistund í bústaðnum með veitingar frá okkur?  Við erum með nokkrar tegundir tertna eins og hin eina sanna, klassíska og gómsæta súkkulaðitertan okkar með mynd. Sú er tilvalin í bústaðinn...

Lestu meira →

Konudagurinn er á sunnudaginn!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Konudagurinn er á sunnudaginn og þá er víða mikið um dýrðir. Konum landsins sýndur virðingarvottur og ástúð og þær heiðraðar í hvívetna. Enda ekki vanþörf á. Jafnvel þeir karlar (og konur sem eiga konur) sem vanalega eru kaldir sem ís lifna við og sýna rómantík í verki.

Lestu meira →

Gleddu þína heittelskuðu á konudaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú fer að líða að konudeginum og eins gott fyrir karlpeninginn að hefja undirbúning eigi síðar en strax ef vel á að takast til. Konudagurinn markar fyrsta dag Góu og þýðir að nú fer að styttast í vorið. Það er því sannarlega ástæða til að fagna.

Lestu meira →

Kampavín og kransablóm á degi elskendanna

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sífellt fleiri pör kjósa að gera eitthvað skemmtilegt saman, og jafnvel koma hvort öðru á óvart, á Valentínusardaginn. Daginn ber upp á 14. febrúar ár hvert, og verður því á sunnudegi þetta árið.

Lestu meira →

Fáðu þér tertu á vorjafndægri

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á vorin er sólin beint yfir miðbaug jarðar og dagur því um heim allan jafn langur nóttinni. Birtan mun svo halda áfram að vinna á og dagurinn lengist áfram um 6-7 mínútur á hverjum degi fram að sumarsólstöðum. Tilvalið er að fagna því með tertu frá Tertugalleríinu.

Lestu meira →